Þegar piparkökur bakast...........

Og svo segja einhverjir að maður hafi ekkert að gera í fæðingarorlofi!  Það er alltaf nóg að gera hjá mér, svo mikið að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga alltof lengi.  Ég hef síðustu vikuna verið upptekin við smákökubaksturinn.  Ég er búin að baka 9 sortir og á bara piparkökurnar sem ég flet út eftir.  Ég geymi það yfirleitt alltaf þangað til síðast því mér finnst nauðsynlegt að vera búin að skreyta þegar ég og börnin ráðumst í þetta viðfangsmikla en bráðskemmtilega verkefni að baka piparkökurnar.

Sjálfri finnst mér 10 sortir af smákökum svolítið mikið, en ég get ekki hugsað mér að sleppa neinni þeirra og eru mömmupiparkökurnar, sörurnar, hálfmánarnir, mömmukökurnar, loftkökurnar, lakkrístopparnir, ostakexið, súkkulaðibitakökurnar, brjóstsykurtopparnir og piparkökurnar ómissandi þáttur í jólahaldinu hjá okkur.  Og það besta er að heimilisfólkið er mjög þakklátt og borðar þetta allt með góðri lyst.

Föstudaginn fyrir viku var nóvemberskemmtun í grunnskólanum á Hólum.  Þessi skemmtun er árlega í kringum dag íslenskrar tungu og er sko ekki að spyrja að því að börnin stóðu sig með eindæmum vel.  Sindri Gunnar lék lofthræddan hrafn í leikriti um landnám Íslands og Aníta Sóley lék vinnukonu í leikritinu ,,en hvað það var skrítið''.  Leikskólinn er nefnilega með í skemmtuninni og er eitt af mörgum dæmum um hversu góð samvinna er á milli skólastiganna tveggja.  IMG_3670Það er frábært að sjá hvað börnin og kennararnir leggja mikinn metnað í skemmtunina og var þetta virkilega skemmtilegt eins og fyrri ár.  Hér koma myndir af þeim systkinunum.

 

 

Sindri Gunnar lengst til vinstri

 

 

Aníta Sóley skvísaIMG_3657

En nú er jólaskrautið að mestu komið upp.  Ég uppgötvaði reyndar í gær að það vantar að minnsta kosti einn kassa af jólaskrauti sem er einhvers staðar í bílskúrnum mínum í Hafnarfirði.  Það verður einstaklega gaman að leita að kassanum þegar við komum suður ;) - Þórður, þessu er sérstaklega beint til þín!! 

Elsa litla er með bólginn góm þessa dagana og styttist í fyrstu tönnina.  Hún er samt ótrúlega róleg miðað við hversu vont þetta hlýtur að vera.  En piparkökubaksturinn verður sem sagt í dag - mmmmmm, hvað ég hlakka til!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það hefur ekki klikkað síðustu skipti sem við förum í bæinn að ég þarf að taka allt úr bílskúrnum og endurraða.  ég veit ekki hvað ég hef oft endurraðað í skúrinn frá því að við fluttum norður.  En ég reikna með að þurfa taka allt út núna því sá staður sem kemur aðallega til greina að þessi kassi er á er upp í hillu innst í skúrnum svo það verður fjör að leita af honum. 

sambandi við bakstur þá er eins gott að nóg sé bakað því þú þekkir hvaða toll ég ték af hverri sort í gæðapróf nokkrar kökkur á dag fram að jólum.

Þórður Ingi Bjarnason, 28.11.2008 kl. 13:19

2 identicon

Þori að veðja að Þórður er búinn með Þingeyingana...

Hólmfríður (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Linda var fljót að koma þeim kökkum í felur svo ég kláraði þær ekki,  en mér tókst að klár ostakökurnar í dag þannig þær kökkur stóðust gæðaprófið. Loftkökurnar verða teknar í gæðapróf næstu daga. 

Þórður Ingi Bjarnason, 29.11.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband