þinn hugur svo víða....

Ja-há, mjög langt síðan ég skrifaði hér síðast.  Það er svo sannarlega ekki vegna þess að ég hef ekkert að skrifa um - síður en svo.  Margt hefur verið um að vera - tvær Hafnarfjarðarferðir með stuttu millibili, fermingarundirbúningur hafinn og nóg að stússast dags daglega.  Það má þó segja að hugurinn hafi haft hvað mest að gera að undanförnu og enga hvíld fengið. 

Það er svo sem ósköp eðlilegt þegar um svona mikilfenglegan og einstaklega gáfaðan hug er að ræða en fyrr má nú aldeilis vera þegar hann unnir sér engrar hvíldar.  Það sem haldið hefur umræddum hug einstaklega uppteknum upp á síðkastið er sú hringekkja sem við upplifum þessa dagana. 

Þinn hugur svo víða um veröldu fer,

þú virðist ei skilja hvað næst þér er.

Þig dreymir um sumardýrð sólgullins lands,

en sérð ekki fegurð þíns heimaranns.

 

Ef sýnist þér tilveran grettin og grá,

og gleðinni lokið og ekkert að þrá,

þá forðast skalt götunnar glymjandi hó,

en gæfunnar leita í kyrrð og ró.

 

Já – gakk til þíns heima, þó húsið sé lágt,

því heima er flest sem þú hjartfólgnast átt.

Ef virðist þér örðugt og viðsjált um geim,

Þá veldu þér götu sem liggur heim.

 

Þú leitar oft gæfunnar langt yfir skammt,

þú leitar í fjarlægð en átt hana samt,

nei – vel skal þess gæta hún oftast nær er,

í umhverfi þínu hið næst þér.

                                                    Tryggvi Þorsteinsson

 

Þessi frábæri texti er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst hann eiga vel við núna.  Við hringsnúumst sem sagt í ákvarðanatöku um hvort við verðum áfram hér fyrir norðan eða hvort við séum alkomin heim í sumar. 

Og það er ekki nóg að við látum hug segja til um hvað úr verður heldur eru fjölmargir utanaðkomandi þættir sem spila inn í.  Atvinna, leigjendur og leiguverð eru þættir sem taka þarf í reikninginn.  En það er orðið nokkuð öruggt að við munum eiga norðlenskt sumar með skóginn við túnfótinn og er alveg ljóst að skógarferðirnar með nesti og teppi að vopni verða fjölmargar í sumar.

Hver sem lendingin verður, þá verðum við mjög sátt og ánægð - það eru svo sannarlega forréttindi að líða vel á báðum stöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf svo gott að heyra eitthvað jákvætt Linda mín, og ef þú ert ekki jákvæð, hver er það þá? Og ég er svo eigingjörn að ég hlakka til að fá ykkur suður.

mamma (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband