Já, það er alltaf líf og fjör í leikskóla. Börnin njóta sín í góðu leikumhverfi og þroskast alhliða undir dyggri leiðsögn leikskólakennara og annars góðs starfsfólks. Þó svo börnin uni sér yfirleitt vel í leik, þá koma einnig upp árekstrar á milli þeirra. Þá er mikilvægt að leikskólakennararnir hvetji börnin til að segja satt og rétt frá og veiti þeim stuðning við að leysa sjálf úr ágreiningnum. Þannig læra börnin smám saman að bera ábyrgð á eigin hegðun og læra að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Það er undirstaðan fyrir auknum félagsþroska og hjálpar börnunum þegar þau vaxa úr grasi að takast á við lífið.
Þar sem ég er í fæðingarorlofi er ég ekki eins mikið innstillt á daglega starfið í leikskólanum. Ég fæ reyndar innsýn í það í gegnum fimm ára gamla dóttur mína þegar ég sæki hana í leikskólann og spjalla við hin börnin en það er ekki í sama magni og þegar ég er í kennslu sjálf með börnunum.
Ég hef því orðið þeirrar gæfu aðnjótandi undanfarna daga að fá góða innsýn í leikskólalífið í gegnum fjölmiðla. Þær miklu hræringar sem verið hafa í kringum Glitni minna mig að mörgu leyti á þær erjur sem koma stundum upp á milli barnanna - með virðingu fyrir börnunum. Þeir aðilar sem keppast við að segja fjölmiðlum sína hlið á málinu telja sig að sjálfsögðu hafa rétt fyrir sér. Og fjölmiðlarnir sem eru í hlutverki leikskólakennarans reyna að vega og meta sannleiksgildið í því sem sagt er og beina þannig málinu í réttan farveg.
Auðvitað veit ég að þetta er háalvarlegt mál og fjöldi einstaklinga og fyrirtækja eiga um sárt að binda vegna mikils taps á hlutabréfum. Ef það er satt að einn valdamikill maður sem eitt sinn stjórnaði landinu okkar en stjórnar nú peningunum okkar grípi til svo stórra aðgerða því hann vilji leggja einhvern í einelti, þarf svo sannarlega að fylgja því máli eftir. Því eins og í leikskólanum, þá er hætt við því að þeir sem komast upp með að leggja í einelti, haldi því áfram og það verði sífellt verra. Á sama hátt má segja að ef sá sem klagar yfir að vera strítt en var svo bara að plata, þá er líklegt að næst þegar hann segir að einhver hafi verið að stríða honum verði orð hans tekin með fyrirvara.
Já, löng er litlum þroska leiðin upp til manns, sagði Jón Magnússon eitt sinn. Hvort sem þeir sem eiga í þessari deilu hafi verið sjálfir í leikskóla eða ekki, þá vona ég að þeir öðlist fljótt þann þroska sem þarf að liggja til grundvallar því að upplýsa okkur hin sem fylgjumst með þessu um hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessu alvarlega máli þannig að við getum myndað okkar eigin skoðun á því.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Þetta er góð lýsing og seðlabankinn og stjórnarráðið er sami leikskólinn en sitthvort deildin. Linda ég held að þeim vanti leikskólakennara til að stjórna daglegum rekstri. getur þú ekki sótt um þá stöðu.
Þórður Ingi Bjarnason, 1.10.2008 kl. 10:45
Var það Jón Magnússon í Frjálslynda flokknum?
Hólmfríður (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:00
Hólmfríður, ég fann þessa snilldar tilvitnun í góðri bók sem ég á en það fylgir ekki sögunni hvaða Jón Magnússon þetta er, þannig að það gæti allt eins verið hinn frjálslyndi Jón.
Linda Hrönn Þórisdóttir, 2.10.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.