Það eru svo sannarlega orð að sönnu þegar talað er um nýja Ísland. Landið eins og við höfum þekkt það undanfarin ár hefur breyst mikið og snerta þessar breytingar okkur öll á einhvern hátt. Þessar breytingar hafa komið okkur mjög illa þar sem sífellt fleiri missa vinnuna, matarverð hækkar og lánin hafa hækkað upp úr öllu valdi. Já þetta eru þættir sem allir myndu vilja vera án.
En það eru fleiri þættir sem hafa tekið breytingum í samfélaginu okkar og það eru breytingar sem ég fagna. Talað var um góðæri þegar peningarnir streymdu inn til landsins í ómældu magni, fjölmiðlar hömpuðu þeim sem græddu hvað mest í viðskiptum burtséð frá því að þau væru misheiðarleg og útrásarvíkingarnir voru hetjurnar sem höfðu forsetann sjálfan sem klappstýru. Þau skilaboð sem þjóðin fékk var að græða sem mest - skítt með öll gildi. Já þetta var kallað góðæri.
Ég lít hins vegar svo á að nú fyrst sé góðærið að hefjast. Þau lífsgildi sem við höfum alltaf haft að leiðarljósi en voru lítils metin og týndust í græðginni, eru aftur komin fram í dagsljósið. Vissulega er skelfilegt að þjóðin þurfi að ganga í gegnum þessar miklu hörmungar til að hugsunarhátturinn breytist en áföllin styrkja okkur.
Við erum aftur farin að huga að því hvað skiptir okkur í raun og veru máli. Fjölskyldan, heilsan og vinirnir eru það mikilvægasta. Að eiga þak yfir höfuðið, hafa vinnu og geta framfleytt fjölskyldunni er lúxus. Að geta komist út fyrir landsteinanna oft á ári, fá flott stöðuheiti og búa í einbýli skiptir engu máli lengur.
Nú reynir á styrk okkar og þau lífsgildi sem við höfum haft alla tíð utan þess ,,góðæris'' tíma þegar skilaboðin voru önnur. Nú hefst hið sanna góðæri þar sem við metum heiðarleika, hjálpsemi, góðvild, tryggð og aðrar góðar dyggðir að verðleikum. Með þessa hugsun að baki komum við sterkari út úr þessum erfiðu tímum með góða samvisku því við gerum okkar allra besta og sýnum virkilega hvað í okkur býr.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.