Kæru vinir komið er að jólum,
kærkomið er nú að greina frá,
hvað hefur gerst á árinu á Hólum,
heilmikið hér hefur gengið á.
Útskrifaður Þórður er frá skóla,
BA ferðamálafræðum úr.
Hann er nú umhverfisfulltrúi Hóla,
á harmonikku spilar moll og dúr.
Linda nýtur lífsins alla daga
með litla heimasætu sér við hlið.
Í boot-camp losnar líklega við maga,
það þolir ekki lengur neina bið.
Í skóla á Hólum Bjarni er ei lengur,
hann fer í bíl í Hofsós daglega.
Feiknastór er sá fermingardrengur,
á píanóið spilar fallega.
Á gítarinn hann Sindri Gunnar leikur,
góður, ljúfur, yndislegur er.
Í Star wars leikjum er hann ekki smeykur,
í tölvuleikjum verður stundum þver.
Á tánum tiplar um án þess að stansa,
balletprinsessa svo tignarleg.
Í gegnum lífið Aníta mun dansa,
ljóshærð, ljúf og alltaf skemmtileg.
Svo fæddist eina júnínótt svo bjarta,
fallegt fljóð sem flýta vildi sér.
Með brosi sínu bræðir hún hvert hjarta,
blíð og góð hún Elsa Margrét er.
Fallegt er að líta yfir Hóla,
fjallafegurðin er engu lík.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla,
og framtíð verði glæst og gæfurík.
Flokkur: Dægurmál | 29.12.2008 | 13:58 (breytt kl. 15:00) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Kvitta hér fyrir mig og ítreka að mér finnst alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt og bíð alltaf spennt eftir því næsta. Gleðilegt nýtt ár öll sömul og hjartans þakkir fyrir það gamla. Hittumst heil í janúar.
mamma (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.