Snillingarnir

Ég er auðvitað alveg hlutlaus þegar ég segi að börnin mín eru algjörir snillingar.  Drengirnir spiluðu á tónleikum í grunnskólanum sl. föstudag og gekk þeim mjög vel.  Hér má sjá myndbönd frá því.

Bjarni Dagur er búinn að æfa á píanó síðan hann var 8 ára og Sindri Gunnar var að byrja í gítarnámi nú í haust.  Einn af mörgum kostum við það að búa hér á Hólum er sá að kennarar tónlistarskólans koma í grunnskólann og kenna börnunum þar.  Við keyrum Bjarna Dag reyndar á Krókinn tvisvar í viku svo hann komist í sitt píanónám því hann er kominn svo langt og kennarinn sem hann fékk kemur hvorki til Hóla né í Hofsós. 

Stúlkurnar eru ekki síðri snillingar.  Elsa Margrét er næstum því farin að velta sér yfir á magann, hún skilur bara ekki að önnur höndin hennar er alltaf að flækjast fyrir henni svo hún kemst ekki alla leið.  Hún er orðin dugleg að snúa sér á teppinu í hálfhring og ég hef varla undan að fylgjast með þeim þroskabreytingum sem eru í gangi.  Aníta Sóley er að læra að lesa.  Það gengur mjög hratt og vel því hún gleypir í sig þekkinguna á augabragði. 

Helsta æðið á heimilinu þessa dagana er þó skákíþróttin.  Börnin tefla sín á milli í tíma og ótíma og tefldu við afa sinn í nýlegri heimsókn hans hingað.  Í gær spurði Aníta Sóley hvort ég vildi ekki tefla við hana og bað ég hana um að stilla upp meðan ég kláraði að ganga frá þvottinum.  Það stóð ekki á því og var dóttirin búin að stilla rétt upp á augabragði.  Eftir að hafa fært til skákmennina um það bil fjórum sinnum heyrðist hátt og hvellt;  ,,SKÁK OG MÁT"  úr munni fimm ára dóttur minnar - og það voru orð að sönnu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Flott hjá krökkunum þínum um að gera halda þessu við. Ég lærði sjálf á gítar þegar það var í kennt í sjónvarpinu í denn. minnir að ég hafi veirð 11 ára þá. Keypti mér gítar og alles og missti bara úr fyrsta tímann vegna þess að gítarinn var ekki kominn, en ég fylgdist með . Langar líka að læra almennilega á píanó því mér finst gaman að fykta við þetta.

Eigðu ljúft kvöld mín kæra :)

Aprílrós, 11.11.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það var gaman að sjá börninn tefla við þig í gær.  Þú áttir ekki neitt í þau. 

Þórður Ingi Bjarnason, 11.11.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband