Ég var lítið barn

Góð og viðburðarrík helgi er að baki.  Mamma, pabbi og Árni Þórður voru hjá okkur um helgina og var yndislegt að fá þau.  En það er alltaf erfitt að kveðja vitandi það að hittast ekki aftur á næstunni.  Það er enn erfiðara þegar maður á svona lítið barn sem stækkar og breytist hratt og fjölskyldumeðlimir ekki daglegir þátttakendur í því.  En eitt er víst - ég kann enn betur að meta þær stundir sem ég fæ með fjölskyldu og vinum fyrir vikið.

Bjarni Dagur hélt veislu á sunnudaginn fyrir bekkjarsystkini sín úr 8. og 9. bekk sem eru í samkennslu.  Alveg er það merkilegt hvað þetta eru þroskaðir táningar - ekki eru mörg ár síðan að afmælisveislur hans einkenndust af hlaupum, hoppum og miklum öskrum.

Sindri Gunnar er búinn að vera að æfa hið fallega ljóð Barn eftir Stein Steinarr við lag Ragnars Bjarnasonar í skólanum sínum.  Það frábæra er að hann veit líka hvað átt er við í textanum og þetta yndi útskýrði það fyrir mér til vonar og vara ef ég vissi ekki merkinguna.  Þetta fallega ljóð er mjög táknrænt fyrir það hvernig við lítum á okkur sjálf annars vegar og svo hvernig aðrir líta á okkur.  Við erum alltaf þau sömu inni í okkur þó svo árin færast yfir okkur og við eigum svo sannarlega að varðveita barnið í okkur.  Drengurinn söng lagið fyrir ömmu sína og afa um helgina.  Mamma spilaði að sjálfsögðu undir á píanóið - enda verður hún reglulega að halda við kunnáttunni.  Ég læt hér smá brot af tónlistarflutningnum fylgja með en Sindri ruglaðist smá þegar hann varð var við upptökuna.  En svo sannarlega upprennandi söngvari á ferð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki að spyrja að því að aðkomendur mínir eru allir til sóma á allan hátt og ég er mjög stolt af þeim öllum

mamma (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband