Það hefur svo sannarlega snjóað mikið hér á Hólum síðustu daga. Svo mikið hefur bætt í að daglega höfum við þurft að moka okkur út úr húsi og niður tröppurnar. Skóflan er því mesta þarfaþingið hér þessa dagana. Auk þess að nota skófluna til að moka okkur út hefur Þórður nýtt hana til að hjálpa öðrum sem fest hafa bílana sína. Svo hefur hún komið sér vel í gangagerð en ég og börnin höfum notað hana óspart og búið til fjölda mörg göng í snjóskaflinum sem er við útidyrahurðina okkar. Já, það er búið að vera mikið fjör í snjónum og naut ég þess alla helgina að leika mér úti í snjónum með börnunum á milli þess sem ég sinnti litlu snúllunni sem hafði það gott innan dyra í hlýjunni.
Fjörið í snjónum náði þó án efa hámarki í gær þegar Þórður bættist í hópinn. Leikurinn í snjónum sem hafði fram að því snúist um verkfræðipælingar um hvernig best væri að standa að næstu göngum breyttist í allsherjar snjóslag. Alveg er það einstakt að það gerist í hvert sinn þegar Þórður á í hlut - tilviljun? Fjölskylduslagurinn sem gekk fyrst og fremst út á að koma sem mestum snjó á annan þróaðist fljótt út í að ég og börnin vorum saman á móti Þórði. Einhvern veginn tókst honum samt alltaf að hafa betur - við verðum greinilega að fara að gefa í. Litla krílið svaf sem fastast innan dyra á meðan þessu stóð í beinni útsendingu við talstöðina góðu sem ég hafði með mér.
Það eru algjör forréttindi að geta leikið sér beint fyrir utan útidyrnar sínar. Heilan ævintýraheim er að finna hér eins og myndin sem fylgir hér með sýnir.
Já, það eru sko orð að sönnu þegar sagt er að við hættum ekki að leika okkur vegna þess að við verðum gömul, heldur verðum við gömul vegna þess að við hættum að leika okkur. Ég stefni alla vega að því að halda áfram að leika mér um ókomna tíð og hvet ég alla til þess að fara að leika sér. Í leik höfum við tækifæri til að gleyma stund og stað og njóta okkur á eigin forsendum óháð utanaðkomandi aðstæðum. Við sköpum okkar eiginn heim og getum fengið útrás fyrir tilfinningar okkar og þá reynslu sem við höfum á umheiminum.
Ef einhvern tímann er þörf á að gleyma sér í leik, þá er það núna. Endalausar fréttir og umræðuþættir um hvernig komið er fyrir þjóðinni okkar í fjárhagsmálum geta ekki annað en dregið mann niður. Því er frábært að skella sér í góðan leik og gleyma bæði stað og stund á meðan. Mér leið alla vega miklu betur eftir á.
Flokkur: Dægurmál | 27.10.2008 | 09:47 (breytt kl. 09:51) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.