Yndislegi átta ára gamall sonur minn spurði mig þessarar spurningar í gær. Ég hafði verið að lesa tölvupóst sem ég fékk sendan þar sem fólk var hvatt til að senda áfram mynd af Madeleine McCann sem hvarf á síðasta ári. Sonur minn sá myndina af henni og spurði hver þetta væri. Ég útskýrði fyrir honum að þessi stúlka hefði horfið og verið væri að leita að henni. Drengurinn varð samstundis miður sín yfir þessu og fannst honum þetta það hræðilegasta sem gæti komið fyrir nokkurt barn að vera viðskila við foreldra sína. Ýmsar tilgátur komu hjá honum um hvernig hún hefði horfið en í öllum þeim átti vont fólk hlut að máli. Hann átti hins vegar bágt með að skilja að það væri til svo vont fólk að það tæki börnin frá foreldrum sínum og spurði mig svo að ofannefndri spurningu í kjölfarið.
Það er ekki skemmtilegt að leiða barnið sitt í sannleikann um að heimurinn er ekki alltaf eins fagur og það hefur haldið. Sonur minn er sjálfur svo einstaklega blíður og góður við alla og má ekkert aumt sjá. Fyrir jólin í fyrra fór hann með pening sem hann hafði safnað sjálfur í Rauða Krossinn svo hægt væri að hugsa vel um fátæku börnin. Hvernig útskýrir maður þetta fyrir börnunum sínum? Ég reyndi að útskýra fyrir honum að víða í heiminum væri svo mikill fólksfjöldi að virðingin fyrir hverju og einu mannslífi væri minni og því væri minna hugsað um hvern einstakling fyrir sig.
Hvort sem þetta er rétt hjá mér eða ekki þá tel ég okkur heppin að búa á Íslandi. Þrátt fyrir hrikalega óhagstætt gengi krónunnar og að hérna leynist líka ,,vont'' fólk þá megum við þakka fyrir fámennið. Við metum hvert mannslíf að verðleikum og við höfum svo mörg tækifæri til að ná okkar markmiðum. Þetta finn ég enn betur hér á Hólum - í samfélagi þar sem rúmlega 100 manns eru með fasta búsetu allt árið um kring og rúmlega 100 nemendur bætast við yfir vetrartímann. Hver og einn einstaklingur fær að njóta sín eins og hann er og allir þurfa á hverju öðru að halda. En það er erfitt að svara spurningu sonar míns svo vel sé því sjálf skil ég ekki af hverju sumt fólk er vont.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Bara að kvitta fyrir mig.
Kíki alltaf inn reglulega, gaman að lesa bloggið þitt.
Harpa Hrönn (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.