Kannski er ég svona skrýtin, en ég elska rigningu. Mér finnst yndislegt að vera úti, þokkalega vel klædd og ganga um í rigningunni. Að vera í tjaldi og finna rigninguna dynja á tjaldinu er líka yndislegt - að undanskildu fyrsta skátamótinu mínu þegar við vinkonurnar vorum með 2ja manna tjald með sex manna himinn - það var ekki alveg að virka og flúðum við í sjúkratjaldið þegar allt var komið á flot, enda vorum við á Vormóti í Krísuvík sem er rómað fyrir rigningu.
Hrifning mín af rigningu jókst til mikilla muna þegar við fluttum hingað í sveitina. Húsið sem við búum í er alveg við skógarjaðarinn og lyktin af gróðrinum er engu lík eftir góða vökvun af himnum ofan. Það versta við rigninguna finnst mér þó hvassviðrið sem stundum fylgir með - þá er ekki alveg eins gaman úti.
Það er reyndar ekki rigning í augnablikinu hér á Hólum, en það er búið að vera mjög hvasst. Ég og börnin mín fjögur erum öll inni og keppumst um að hafa það sem mest kósý. Allir grunn- og leikskólar á þessum landshluta eru lokaðir í dag vegna haustþings starfsmanna þeirra og því höfum við það ótrúlega gott. Playmokassinn var tekinn niður úr skáp í morgun og svo er ég nú þegar búin að horfa á eitt leikrit í tveimur þáttum. Börnin mín eru upprennandi leikarar. Næst verða líklega litabækur og litir sett á borðið og hlustað á einhver skemmtileg ævintýri af geisladiski. En nú mallar grjónagrautur á hellunni því það er fátt notalegra en að gæða sér á heitum graut í þessu ,,blíðskapar'' veðri.
Góðar stundir
Flokkur: Dægurmál | 19.9.2008 | 12:12 (breytt kl. 12:57) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.