,,Ég ætla að kenna þér að vera prinsessa.'' Þessi orð lét fimm ára gömul dóttir mín falla í morgunsárið í garð tæplega þriggja mánaða gamallar systur sinnar sem lá með galopinn augun og mændi á stóru systur sína með aðdáun. Þetta var það allra fallegasta sem henni datt í hug að segja við systur sína þar sem hún er sjálf prinsessa að eigin sögn og tiplar á tánum í balletfötum og elskar flest allt sem er bleikt á lit. Mér finnst mjög gaman að velta því fyrir mér hvað í fari barnanna er lært og hvað er meðfætt. Drengirnir mínir eru ólíkir hvor öðrum en fimm ára systir þeirra er svo allt öðru vísi að svo mörgu leyti. Ég geri mér alveg grein fyrir því að líklega hef ég styrkt ákveðna hegðun og áhugamál hjá strákunum mínum sem flokkast gjarnan undir strákalegt á sama hátt og ég hef gert öfugt með dömuna.
En það er spurning um hvort kemur á undan - eggið eða hænan. Börnin sýna áhuga á ákveðnum þáttum sem ég tel að er þeim meðfætt og sem foreldri styrki ég það sem þau hafa áhuga á. Svo á móti þá sýna börnin áhuga á því sem fyrir þeim er haft og þannig læra þau frá umhverfinu. Þessar pælingar er hægt að skoða aftur á bak og áfram án þess að nokkur niðurstaða fáist í þetta. En með níu ára reynslu sem leikskólakennari og fjögurra barna móðir þá vil ég halda því fram að hvert barn er einstakt á allan hátt og því nauðsynlegt að það fái að vera það sjálft, hvort sem hegðun og áhugamál flokkist sem ,,strákaleg'' eða ,,stelpuleg'' - ef við á annað borð teljum okkur þurfa að flokka eftir kyni. Hins vegar er það staðreynd að kynin eru ólík og það eiga þau líka að fá að vera.
Svo verður gaman að fylgjast með hvað pínulitla krílið verður, verður hún prinsessa, smiður eða Star Wars fígúra - eða eitthvað allt annað?
Flokkur: Dægurmál | 4.9.2008 | 16:21 (breytt kl. 17:30) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.