Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Kreppan er komin að kveða burt gleði,
kveða burt góðærið sem hér aldrei var.
Hún hefur lagt sérhvert viðurværi'að veði
sem getur hrunið eins og víðast hvar.
Hún segir öllum til syndanna sinna,
þið eydduð of miklu, í sparnað gáfuð skít.
Nú ballið er búið, lítil er hér vinna,
þó góðæri fann ei, brátt refsingu ég hlýt.
Það er nú ekki annað hægt en að hrósa þessari blessuðu kreppu. Þrautseigjan er svo mikil í henni að hún hættir ekki fyrr en hún snertir örugglega alla á tilfinnanlega mikinn hátt. Hún hefur sem sagt hafið innreið sína hingað í sveitina í sífellt meira magni. Og hún er dugleg að láta minnast sín því ef maður telur sig geta bjargað hlutunum þrátt fyrir að hún sé til staðar, þá finnur hún nýja veika bletti á manni svo maður verði örugglega fyrir miklum áhrifum hennar.
Annars finnst mér þetta grátbroslegt að mörgu leyti. Landsbyggðin naut ekki mjög mikils góðs af þessu svokallaða góðæri og græddi ekki mikið á því. En nú þegar því er lokið verðum við hins vegar að taka skellinn eins og allir hinir. Skellurinn kom ekki eins hratt niður hér á Hólum þar sem uppsveiflan hafði verið að mestu á höfuðborgarsvæðinu, en hann hefur nú komið smátt og smátt. Hólaskóli sem er helsta lífæðin hér á svæðinu þarf að skera mikið niður í starfsemi sinni. Sá niðurskurður mun koma illa við allt mannlífið hér á staðnum sem eiga allt sitt undir starfsemi skólans á einn eða annan hátt.
Hér á Hólum eiga í kringum 100 manns fasta búsetu og um vetrartímann bætast í kringum 100 manns við. Svona lítið samfélag er auðvitað mjög brothætt ef breytingar eru miklar á rekstri skólans og lítið þarf til að það sundrist. Þó svo sumir sækjast sérstaklega eftir því að geta búið hérna á þessum yndislega stað, þá þarf að sjálfsögðu að taka tillit til atvinnumöguleika á svæðinu auk þess sem íbúðaverðið þarf að vera samkeppnishæft. Um leið og þessar forsendur eru brostnar þurfa íbúar tilneyddir í mörgum tilfellum að leita annað.
Það er einlæg von mín að hið frábæra mannlíf hér á Hólum fái áfram að blómstra í skugga kreppunnar og riðlist ekki í sundur. Því það tekur alltaf tíma að byggja slíkt upp aftur.
Höfum öll hugfast að við getum stjórnað kreppunni á alla vega einn hátt - við látum hana ekki komast í hjörtu okkar
Hafið það sem allra best með sól í hjarta og söng á vörum
Stjórnmál og samfélag | 16.2.2009 | 11:02 (breytt kl. 12:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |